Um prófið

Talnalykill er staðal- og markbundið kunnáttupróf í stærðfræði fyrir nemendur í 1.–7. bekk grunnskóla. Prófið er ætlað kennurum og öðrum fagmönnum sem þurfa að meta stöðu nemenda í stærðfræði. Bekkjarkennarar geta notað prófið til að meta einstaka nemendur eða stöðu heilla bekkjardeilda.

Hægt er að nota Talnalykil í skimun og finna slaka nemendur í stærðfræði með tiltölulega litlum tilkostnaði.

Skilyrði fyrir notkun prófsins er að hafa lokið réttindanámskeiði sem haldið er reglulega.

Einnig er boðið upp á skimunarnámskeið þar sem farið er í notkun Talnalykils í skimun erfiðleika í stærðfræði. Nauðsynlegt er að hafa lokið réttindanámskeiði áður.

Leave a Reply